100%

Ég er heppin manneskja. Börnin mín og ég búum í landi þar sem heilbrigðisþjónustan er með því besta sem gerist í heiminum. Hingað til hef ég ekki haft yfir neinu að kvarta, frekar verið ánægð og glöð með alla þá þjónustu sem mér hefur verið veitt. Ánægð með hvað ljósmóðirin sem heilbrigðiskerfið bauð mér upp á, á síðustu meðgönu, var frábær kona. Mjög pró en líka skemmtileg og aðlaðandi. Og ég var glöð þegar ég vaknaði á Landspítalanum eftir aðgerðina sem fylgdi í kjölfar fæðingarinnar. Ég vona að stjórnvöld byggi nýjan spítala, sem fyrst, fyrir allt frábæra starfsfólkið sem vinnur á Landspítalanum. En gott fólk, núna getur heilbrigðiskerfið ekki hjálpað mér lengur nema að takmörkuðu leiti. Nú verð ég að kvarta við almættið.  Barnið sem fæddist á Landspítalanum 9. mai 2005, Helgi Thor, verður að fara til útlanda í frekari rannsóknir. Já það eru ekki allir jafn heppnir þegar að því kemur hvað við fáum úthlutað. En sá stutti hefur allan minn stuðning og nú verður ekki aftur snúið. Við förum til Boston á næsta ári og til Parísar (þar er góður spítali) 2009 ef þess þarf! Áslaug og Matti, þá förum við í hópferð og í Eiffell turninn með strákana okkar! Í viðtali við heilbrigðisráðherra nýverið kemur fram að 42% fjárlaga fara í heilbrigðisgeirann.  Strákarnir okkar, Helgi Thor og Matti, þurfa 100% stuðning okkar allra!

Aðventuhugvekja Flugfreyjufélagsins var hugljúf. Freyjurnar í kórnum sungu eins og englar undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar (flugfreyjueiginmans), Jón Kristinn Snæhólm sagði skemmtilega frá bernsku sinni sem flugstjórasonur og nútíðinni sem flugfreyjueiginmaður. Og að lokum flutti Séra Hildur Eir Bolladóttir hugvekju og bæn. Vel gert hjá Flugfreyjufélagin

 Kveðja

Sigga og co. 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband