Helgi í Boston

Það er nóg um að vera hér í Boston. Fórum í Children´s Museum um helgina þar sem Helgi Thor hafði nóg að gera í góðan tíma. Safnið er eitt af mörgu stóru og sniðugu hér í Ameríku.  Fylgdumst líka aðeins með Superbowl enda ekki annað hægt og í dag er auðvitað Big Tuesday.

Það kom ekkert óeðlilegt í ljós við skoðunina sem fram fór í morgun. Og ég fékk líka að vita að flest vefjasýnin eru eðlileg en enn eiga eftir að koma niðurstöður úr nokkrum . Sem sagt í fyrramálið kl.9. Allar blóðprufur og önnur sýni sýna ekkert nýtt. Vítamín og próteinin eru örlítið of lág eins og verið hefur heima. Einnig er smá offjölgun af bakteríum í þörmunum. Ristillinn hans er stór og hlykkjóttur en það á ekki heldur að valda óstöðvandi niðurgangi að sögn læknanna. En getur verið að þegar þetta örlítið, smá og hlykkjótt er sett saman að það sé málið? Nú veit ég ekki og mér sýnast flestir mjög hugsi yfir þessu einstaka barni. Geil heimahjúkka hefur aldrei annast manneskju sem hefur  haft næringu í æð frá fæðingu og ekki einu sinni heyrt um slíkt. Hjúkkurnar á spítalanum vissu af einu slíku dæmi á ganginum hjá okkur. Stúlka 1 og 1/2 árs með fleiri vandamál en Helgi og með mikið færri bleyjur.  Allavegana þá er Helgi hraustur og hress strákur að öðru leiti og vona ég svo sannarlega að hann og Matti Davíð þurfi ekki að hafa næringu í æð alla sína ævi! Við höldum leitinni áfram fyrir strákana okkar.

Dælan virkar vel og er ekkert að vekja mann með pípi og látum. Finnst líka mjög þægilegt að hafa saltvatnið og heparínið bara tilbúið í sprautunum. Ekkert vesen með nálar og spritt.

Bestur kveðjur Happy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hvernig getur það verið að tveir strákar fæðist með 6 mánaða millibili, á litla Íslandi, þurfa næringu í æð en ekkert finnst að þeim? 

Það hlítur að þurfa að kafa dýpra og gera sértækari rannsóknir!  Þú verður að spyrja hvað þeir myndu gera næst og hvert væri hægt að fara! 

Nei!, við gefumst ekkert upp! .. en þetta er með ólíkindum hvað þeir eru "eðlilegir".  

Hlakka til að heyra hvað þeir segja og gera næst.

Ofurorku og baráttukveðjur, Áslaug 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 6.2.2008 kl. 07:44

2 identicon

Hæ, hæ,  þetta er ótrúlega skrýtið mál.  Maður gerði sér í raun ekki grein fyrir hve þetta er alveg einstakt tilfelli á hinum stóra heimsmælikvarða.  Læknarnir þarna úti hljóta að uppveðrast í þeirri áskorun að finna svar!

Baráttukveðjur frá okkur hér í snjósköflunum... það hljóta að fást einhver svör á endanum.

Kær kveðja, Ágústa.

Ágústa (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband