Mikid fjor i herbergi 942

Erum i einangrun tar til nidurstodur ur bleyjusynum berast.  Tekin voru syni ur 6 bleyjum i gaer (af 15) og verdum vid i einangrun tar til taer nidurstodur koma. Hvad vardar vefjasynin sem tekin voru a manudagsmorgun i spegluninni ta koma taer vist ekki fyrr en a fostudag. Tad a ad skoda tau syni i electromicroscope-rosa-spes. Vid bara hofum tad huggulegt vid lestur og fiflagang tangad til i herbergi 942. Helgi er ordinn lidtaekur dansari og farinn ad lesa Goda Datann Svejk. 

 Erum buin ad fa margar heimsoknir i dag. Denise fra 'heimahjukrun' kenndi mer a daeluna sem eg tek med a hotelid. Algjor bylting midad vid mina gomlu heima. Tessi daela er adeins minni en sondudaela og nanast talar vid mann til baka. Enn einn laeknirinn fra GI(Gastroenterology) teymi dr. Laurie Fishmann kom og kynnti ser mal Helga. Hann gat sagt mer fra svipudum daemum i heiminum sem hafa gengid vel. Og sidan kom  Michael, gamli nagranni minn fra Rochester. Hann er bara alveg eins og fyrir 21 ari! Gamli rokkarinn er hrifinn af Sigurros. Afram Island! Sidan birtust tveir skemmtilegir trudar fyrir utan gluggann hja okkur og hafdi Helgi mjog gaman ad tvi.  Aetla ad halda afram i einagrun med hinum konunum hans Helga, t.e. mommu og Huldu. Erum bunar ad komast ad tvi ad vid elskum allar hvorar adra. Sambudin i ferdinni hefur bara gengid svona rosalega vel. Sem sagt vid Helgi erum med topp ferdafelaga her i Boston!

 Bestu kvedjur Happy 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Nú svo það eru fleiri?? Eru prinsarnir okkar kannski ekki eins súper spes og halda mætti - (þú veist hvað ég meina). Hlakka til að heyra sögur. Forvitnileg þessi dæla og engin "air" signöl alla nóttina!  - en við höfum hingað til bara getað notað elstu gerð af dælum, því hinar byrja ALLTAF að væla um loft.  Líka mjög spennandi að dælan geti talað, þá getur maður líklegast líka rifist við hana, ef maður er eitthvað pirraður á þessu 

Rosalega er ég orðin spennt hvað kemur úr rannsóknum og sýnunum.  Gott að þið hafið góðan félagsskap.  Mjög ánægð með hvað þú ert dugleg að blogga Sigga mín.. þú ert orðin þvílíkt tölvuvædd!

Kær baráttukveðja, Áslaug og co 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 30.1.2008 kl. 21:17

2 identicon

Hallo Sigga súperbloggari  -  Gott að fá fréttir af ykkur -  og að vandamálið sé þekktara en að við héldum - það hjálpar vonandi .  Nú er bara að þreyja þorrann - þar til rannsóknum lýkur -  Nú er sko frost á Fróni  spáir 10 - 15 stiga frosti  - þá er gott að vera inni- jafnvel í einangrun. Bið að heilsa mömmu þinni og Huldu og er viss um að þær njóta sín í búðunum - 

Heyri fra ykkur á morgun

Hlýjar kveðjur  Arndís 

Arndis Á Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 21:58

3 identicon

Hæ öll. Gaman að heyra hvað allt gengur vel og hvað allir eru góðir vinir :- )

Gaman að geta lesið um hvað er í gangi hjá ykkur og vonandi kemur eitthvað gott út úr þessum rannsóknum.  Kveðjur úr kuldanum á Íslandi. Helga og co

Helga Hrönn og co. (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:06

4 identicon

Hæ Sigga og Helgi.

Gaman að heyra í ykkur og vonandi fáum við einhver svör núna. það er nú gott að þú skulir hafa mömmu þína og Huldu með þér því eins og við vitum er ekkert eins leiðilegt að vera einn í einangrun. Vona að ég fái að heyra af niðurstöðum fljótlega. Ég sendi baráttukveðjur og hlýjar hugsanir til ykkar allra héðan frá Íslandi.  

Íris heimahjúkka 

Íris Rut Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:27

5 identicon

Komið þið sæl og blessuð.

Mikið er gaman að heyra frá ykkur og hvernig gengur. Við hugsum til ykkar héðan úr kuldanum á „klakanum“, 14 stiga frost og heiðskýrt í sveitinni!

Okkar bestu kveðjur til ykkar allra

Svava og fjölskylda, Álftarhól.

Svava Björk Helgadóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband