Utskrift i dag

Verdum utskrifud fyrir kl 5 i dag! Faum liklega ekki nidurstodur ur vefjasynum fyrr en a midvikudag. Dr. Laurie Fishman, bossinn a stadnum, kom adan og sagdi vandamal Helga vera flokid. Og bad um ad naestu 3 daga verdi skafid ur ollum bleyjum og safnad saman i fotu. Faum ad vita sidar hvort tad eigi ad geymast i isskap edur ei. Fer kannski eftir ilatinu. Aetlum ekki ad lata einhvern dall stoppa okkur og stefnum a Children's Museum og Saedyrasafnid um helgina. Jolaskeid, sem flaektist med farangri fru Viktoriu, kemur ta kannski ad godum notum eftir allt saman. 

Bestu kvedjur hedan fra BostonSmile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Sigga, Helgi Thor, Vigga og goði hjálparkokkurinn ykkar

Ég veit ekkert betra sem hægt er að gera við silfurskeiðina en að nota hana í þetta verk.  Ég vona að frú Viktoría hafi verið búin að fægja skeiðina -  annars er hún ónothæf  - maður notar ekki ófægðar skeiðar í svona heiðursverk sem  nota á í merkilega rannsókn sem vonandi hjálpar til við að finna út með hvaða hætti hægt verður að hjálpa Helga Thor supermanni -  Hvernig verða svo næstu dagar?  Vitið þið það?  Verður Helgi Thor´settur í fleiri rannsóknir eða eruð þið fyrst og fremst að bíða eftir niðurstöðum og þá hugsanlega einhverja aðgerð í framhaldi af því?  Þið heyrið að margar spurningar brenna á okkur sem heima situm.

Felix Steinþórsson hefur fengið að leika lausum hala í Childrens Museum og að sögn foreldra hans er það með skemmtilegustu söfnum fyrir börn sem þau hafa komið á.  Góða skemmtun    Vona að hitastigið í Boston sé hærra en hér á ísakalda landinu  12 - 15° í mínus  hrikalega kalt.  Njótið samverunnar allar  

Hlýjar kveðjur Arndís  

Arndis Á Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott að allt gengur vel, þú ert þá væntanlega búin að læra á talandi dæluna.  Líst vel á þetta dæmi með að skafa bleyjurnar, því væntanlega eru um mjög merkileg efnasambönd þarna að ræða, sem þarf að kanna!  Góða skemmtun um helgina við að þramma fram og aftur um Boston.  Helgi Þór skoðar heiminn og verður doldið menningarlegur enda stutt í að maður verði 3 ára.

Kær kveðja og bið að heilsa ferðafélögunum, Áslaug (sem er alltaf að tékka hvort nýtt blogg sé komið) 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 1.2.2008 kl. 18:39

3 identicon

Elsku Sigga og Helgi Thor og verndarenglar í Boston! Gott að heyra að þið eruð komin úr einangrun. Loksins fann ég bloggsíðuna (meiri klaufinn!) Vonandi finna þeir eitthvað sem hægt er að laga blessaðir, sérstaklega þegar notaðir eru eðalmálmar til verksins.  Vonandi getið þið skemmt ykkur eitthvað næstu daga.  Hér er núna 18°frost en stillt og talsverður snjór.Helgi afi biður kærlega að heilsa  ykkur og við hugsum mikið til ykkar og sendum ykkur ljós.  Takk Sigga mín fyrir að lofa okkur fylgjast með Helga litla sem okkur þykir svo vænt um.  Guð veri með ykkur.  Bestu kveðjur til ykkar allra -- Amma Bára.

Bára Sólmundsd (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband